Lauf

Upphafið

Hugmyndin að Lauf kviknaði þegar konan mín hafði eignast okkar fyrsta barn og varði löngum stundum í sófanum við brjóstagjöf. Mér fannst hana vanta hentugan stað fyrir helstu nauðsynjar, s.s. vatnsbrúsann, snarl, bossakrem og annan staðalbúnað. Ég ákvað að smíða borð sem myndi nýtast í það verkefni og virka áfram sem hliðarborð, þar sem önnur borð hentuðu okkur ekki hvað stærð, lögun og útlit varðaði.

Sendið okkur fyrirspurn til að fá upplýsingar um verð og afhendingartíma.

Draumaborðið þitt

Ekki hika við að hafa samband til að fá Lauf heim til þín, hannað með þér og eftir þínum þörfum.

Húsgögnin okkar eru handsmíðuð á verkstæði okkar í Reykjavík. Ekki er notast við verksmiðjuferla sem glæðir húsgögnin lífi og tryggir að engin tvö verk eru alveg eins. Hvert húsgagn hefur einstaka þætti og persónulegt handbragð og er því ekki lýtalaust eins og fjöldaframleidd húsgögn.

Við afhendingu fara viðskiptavinir yfir borðin frá okkur og samþykkja smíðina áður en tekið er við þeim.

Sendið okkur fyrirspurn til að fá upplýsingar um verð og afhendingartíma.

Stál & HNOTA

Hægt er að fá borðið í eftirfarandi viðartegundum:

  • Hnota

  • Eik

  • Ösp

  • Beyki

Einnig er hægt að senda fyrirspurn um aðrar viðartegundir eða sérsmíði en þá er hægt að breyta stærðum í samráði við okkur.

Rammi undir borðinu er smíðaður úr 20x20 mm svartstáli sem er pólýhúðað hjá Pólýhúðun ehf. og kemur óbreytt með svart-mattri áferð en hægt er að óska eftir öðrum litum og Pólýhúðun ehf. býður upp á flesta liti sem finnast í RAL litakerfinu.

Borðið er að óbreyttu meðhöndlað með Rubio Monocoat harðviðarolíuvörn en hægt er að óska eftir öðrum viðarmeðferðum í samráði við okkur.

Hægt er að breyta hæð, lengd, breidd og öðrum málum borðsins í samráði við okkur.